Sumarfrí 2025
Sumarfríið 2025 var blautt, með örfáum góðum dögum inn á milli. Núna er ég mættur í vinnuna á ný. Get ekki sagt að ég hafi hlakkað til að byrja aftur eftir fríið, en samt gott að komast aðeins af heimilisfanginu. Heimilisfangið er viðvarandi áminning um ókláruð verkefni. Listi hér, listi þar, ómálað horn, vantar að kítta þarna, setja meiri einangrun og svo framvegis og svo framvegis. Þegar maður hefur eignast hús, og ég er svona frekar seinn miðað við minn árgang, þá eru verkefnalistinn endalaus og mun aldrei klárast. Mjög margt verður gert mánuðinn fyrir sölu, ef við seljum einvhern tímann. Okkur hefur liðið vel hérna síðustu 4 ár. Húsið hefur tekið miklum stakkaskiptum þökk sé hugmyndavinnu Magneu. Það er ótrúlega gaman að vera partur af þessari ferð. Síðan við fluttum inn höfum við breytt garðinum úr grasblett í blómahaf. Þar sem áður var bara risablettur og sláttuvél eru nú komin hábeð med grænmeti, körfuboltavöllur, risa trampólín, plómutré, kir...