Fara í aðalinnihald

Færslur

Sérvalið

 Smá pistill um heimsókn til Íslands í sumar og heimsókn frá Íslandi í nóvember. Kafli 1 Ferð til Íslands. Alveg síðan ég var á Íslandi í fyrra hefur mig langað að kíkja í bústaðinn til pabba og hjálpa aðeins til.  Pabbi og Erla, enn eiturhress, en eru hætt að mæta á æfingar hjá FH og maður er farinn að sjá að þau geta ekki lengur hlaupið maraþon. Samt sem áður eru þau ótrúleg í þessu bústaðabraski sínu.  Allavegana, mig langaði að fara og kíkja á þau og Alexander og gafst tækifæri til þess 22. ágúst síðastliðinn. Ég var í heila 6 daga þar af 2 í bústaðnum. Frábær ferð og fékk að njóta þess að labba um miðbæ Reykjavíkur með frumburðinn með mér á menninganótt. Allra stærst fyrir mig var að sjá NýDönsk (Gammel dansk) á sviðinu og Herra Hnetusmjör kom á óvart.   Byrjuðum ferðina hjá pabba og Erlu á Norðurbakkanum og fengum steiktan möndlusilung, bjór og slökun Skelltum okkur í bústað með meiri bjór til að geta fellt tré. Aflinn dreginn að landi. Pabbi að rölta niðu...

Nýjustu færslur

Sumarfrí 2025

Ísland Sumar 2024